Velkomin á ahugasvid.is

Velkomin á ahugasvid.is

Hugmyndin að þessari vefsíðu kviknaði þegar ég var í mastersnámi í HÍ og sat námskeiðið Kennsla í margbreytilegum nemendahópi. Á sama tíma starfaði ég í námsveri í Álftanesskóla og var með nemendur í 8. – 10. bekk sem af ólíkum ástæðum vildu vinna í námsverinu. Sumir fylgdu áætlun bekkjar en aðrir þurftu nýjar leiðir til þess að ná sínum markmiðum. Ég ákvað að prófa áhugasviðsverkefni með nokkrum nemendum og fann upplýsingar sem gátu hjálpað okkur af stað á netinu en þurfti þó alltaf að sníða verkefnin að hverjum og einum nemanda. Í náminu fékk ég tækifæri til að vinna verkefni tengt starfinu mínu og skilin máttu vera óhefðbundin. Ég ákvað að setja upp vefsíðu með þeim upplýsingum sem ég hafði safnað saman til þess að nota sem verkefnalýsingu og/eða hugmyndabanka fyrir mína nemendur og fékk son minn Björgvin Júlíus sem var að hefja nám í tölvunarfræði á þessum tíma til þess að aðstoða mig.

Frétt skrifuð: 2022-06-20